Um rafmagn fyrir húsbíla
Hvaða BLUETTI orkubanki er best og hagstæðast að nota fyrir húsbíl?
Samkvæmt erlendri rannsókn er aukning þeirra sem velja sér þann lifsstíl.að ferðast um á húsbíl um það bil 62% á síðustu 20 árum. Upplýsingar um vöxt á Íslandi liggur ekki fyrir.
Þessi ört vaxandi hópur gerir orðið kröfur um að hafa aðgang að rafmagni á ferðum sínum um landið. Ýmsir möguleikar eru í stöðunni: sólarsellur, batterý eða tengja sig við rafkerfi á áningarstöðum. Sífellt fleiri eigendur húsbíla hafa áhuga á að nota sólarorku til lýsa upp bílana sína og jafnvel hita þá upp líka. Það eru margar ólikar leiðir til að hafa rafmagn í bílnum eða hjólhýsinu og erum við sannfærð um að BLUETTI leiðin er ódýrust og hagkvæmust. Nánast engin tengivinna, bara "plug and play"!
Hér að neðan er myndband um hvernig hefðbundnum rafgeymum er skipt út fyrir Bluetti orkubanka:
Í þessari grein munum við fjalla um sívaxandi vinsældir Bluetti orkubanka og hvers vegna þeir geta verið besta lausnin fyrir húsbílinn þinn.
Er hægt að nota Bluetti orkubanka fyrir húsbíla og hjólhýsi?
Já, 100%! Það er meira að segja einfaldara og ódýrara en aðrir möguleikar.
Bluetti orkubankar koma í mismunandi stærðum og afkastagetu, en stærð (eða rýmd) er mikilvægasta atriðið sem þarf að hafa í huga.
Yfirleitt eru orkubankar (rafhlöður) flokkaðar eftir rafhlöðustærð í wattstundum (Wh), sem sýnir hversu mikið rafmagn þær geta geymt.
- Því lægri Wh, því „minni“ er rafhlaðan = minna rafmagn.
- Lítill orkubanki hefur ekki mikla getur til að sjá fyrir miklu rafmagni í venjulegri notkun.
Er hægt að knýja allan búnað í húsbíl og hjólhýsi með Bluetti orkubanka? Já heldur betur. Það eina sem þarf að vera til hliðsjónar við val á réttum orkubanka er hversu mikla orku þú ert að nota á hverjum degi og hversu mikla orku þú vilt hafa aðgang að yfir daginn. Við förum nánar í þetta hér á eftir.
Hvernig hleður maður Bluetti orkubanka?
Hægt er að hlaða Bluetti orkubanka með þrennum hætti:
1) Með því stinga í samband við rafmagn heima áður en lagt er af stað eða hvar sem er hægt að komast í samband við rafmagn. 2000W Bluetti orkubanki er ca 1 til 2 tíma að hlaða sig að fullu.
2) Með því að hafa Bluetti orkubankann sítengdan við rafgeymi bílsins með Bluetti Charger 1. Bluetti Charger 1 tryggir 6 sinnum hraðari hleðslu og það tekur aðeins um einn klukkutíma að hlaða AC200PL í 80%. Það þýðir að full orka er aðgengileg á næsta áfangastað!
3) Með sólarorku og Bluetti sólarsellum.
Hversu margar sólarsellur þarf fyrir húsbíl?
Allar sólarsellur koma þannig að hægt er að raða þeim saman í seríu til að mynda eina stóra öfluga sólarplötu.
Til dæmis er stærsta sólarsellan okkar hjá Bluetti með afköst 350 wött.
Hins vegar er hægt, eftir því hvaða orkubanka þú notar, að tengja allt að 12 sólarsellur saman og fá yfir 3.000 wött af sólarorku.
Af hverju skiptir þetta máli?
- 350 wött eru ekki nægjanleg orka til að knýja húsbíl.
- Í minni campervönum með minni orkuþörf og gæti 350 watta sólarsella verið nóg.
- En fyrir stærri húsbíla og meiri notkun þarftu meira afl.
Hversu mikið afl þarf?
- Samkvæmt Climatebiz notar meðal húsbíll 4 – 15 kWh á dag.
- Það jafngildir 4.000 – 15.000 Wh á dag eða 120 – 450 kWh á mánuði.
Hvernig reiknarðu út hversu mikla orku þú notar yfir daginn og orkubankarnir þurfa að vera stórir?
Fyrst þarftu að reikna orkuþörf húsbílsins. Auðveldasta leiðin er að skrá öll raftæki í húsbílnum, orkunotkun þeirra og notkunartíma á dag.
Dæmi:
Raftæki | Wött (W) | Notkun á dag (h) | Orkunotkun (Wh) |
---|---|---|---|
Lítið ísskápur | 40 | 24 | 960 |
Örbylgjuofn | 800 | 0.5 | 400 |
Plasma sjónvarp | 200 | 4 | 800 |
Farsímar (x3) | 54 | 2 | 108 |
LED perur (x8) | 80 | 5 | 400 |
Fartölvur (x3) | 300 | 4 | 1.200 |
Kaffivél | 1.000 | 0.15 | 150 |
Vatnshreinsari | 60 | 1 | 60 |
Blandari | 500 | 0.1 | 50 |
Vatnshitari | 1.440 | 0.5 | 720 |
Samtals á dag: | 4.848 Wh |
Þessi húsbíll notar 4.848 Wh á dag eða 145 kWh á mánuði.
Skref 2: Hægt er að reikna út ca. sólarorkuþörf
Finndu meðalfjölda sólskinsstunda á dag á staðnum sem húsbíllinn er staðsettur.
- Ísland er ekki á korti Global Solar Atlas
- En hægt er að yfir tímabilið maí-sept væri hægt að gera ráð fyrir 4.9 sólskinsstundir / birta á dag.
Notum þessa formúlu:
(Mánaðarleg orkunotkun) ÷ (Mánaðarlegar sólskinsstundir) = Þörf fyrir sólarorku í wöttum
145 kWh ÷ 147 = 0.98
0.98 x 1.000 = 980 wött
Í þessu dæmi þyrfti að minnsta kosti 980 wött af sólarsellum til að mæta orkuþörf.
Hvað með rafmagn á nóttunni?
Þetta er þar sem rafgeymasafn og sólarrafstöð koma við sögu.
Í dæminu okkar notar húsbíllinn ca. 4.848 Wh á dag.
- Þar sem sólarsellur framleiða rafmagn aðeins á daginn, þurfum við rafhlöðu sem getur geymt rafmagn til nóttunnar.
- Við viljum að orkubankinn geti geymt að minnsta kosti 2.424 Wh, sem er helmingur daglegrar notkunar.
Flestir vilja meiri raforkuöryggi, svo þeir velja stærri rafhlöður til að tryggja nægt rafmagn í skýjuðu veðri.
Hvaða Bluetti orkubanki er bestur fyrir húsbílinn?
Með allt þetta í huga væri besta sólarrafstöðin fyrir húsbíl BLUETTI AC200PL + B300
✔ 3.072 Wh geymslurýmd
✔ Stækkanleg upp í 12.300 Wh
✔ Hægt að tengja saman allt að 8 rafhlöður
✔ Getur knúið allt að 24.576 Wh, 240V, 6.000W
Ef þú vilt fullkomna sjálfstæðni í húsbílnum þínum er AC500 + B300K frábær lausn!