Hlíðarendabúið á Hofsósi hefur nýverið gert samning við Bluetti og Orkuland um kaup og uppsetningu á Bluetti EP2000 varaorkukerfi til að tryggja rekstraröryggi fjóssins á bænum í tilfelli rafmagnsleysis. Markmiðið með samningnum er skýrt: að tryggja stöðugan og öruggan rekstur búsins, óháð truflunum á raforkudreifingu landskerfisins.
Bóndinn á Hlíðarendabúinu, Jón Einar Kjartansson, leggur mikla áherslu á öryggi í rekstri og ekki síst á velferð og öryggi dýranna. Í nútíma búskap er rafmagn algjör forsenda daglegs reksturs – allt frá loftræstingu til fóðrunar og eftirlitskerfa. Með Bluetti EP2000 kerfinu er tryggt að fjósið geti haldið fullum rekstri í allt að 20 klukkustundir ef rafmagn fer af, sem skiptir sköpum við erfiðar aðstæður eða langvarandi bilanir.
Auk þess er kerfið tilbúið fyrir tengingu við sólarsellur. Taki Jón Einar ákvörðun um slíka fjárfestingu í nánustu framtíð er talið að búið gæti að stórum hluta rekið sig á sólarorku í allt að 3 til 5 mánuði yfir sumartímann, sem myndi styrkja sjálfbærni búsins enn frekar og draga úr orkukostnaði.
Uppsetning kerfisins fer fram í janúar í samstarfi við rafverktaka í héraðinu, sem þekkja vel aðstæður og þarfir landbúnaðarins. Við erum bæði þakklát og stolt af því að Hlíðarendabúið hafi valið Bluetti og Orkuland til að tryggja öryggi, rekstraröryggi og framtíðarþróun búsins.


Deila:
Sjö Bluetti varaorkukerfi í einbýlishúsi
Bluetti sódíum orkubanki fyrir mikinn kulda!