
Öflug samvinna - Heildarlausn fyrir viðskiptavini
Á árinu 2026 mun samvinna Rótor og Bluetti í gegnum Orkuland verða enn víðtækari og markvissari. Félögin munu standa saman að ráðgjöf, hönnun og uppsetningu á varaafls- og sólasellukerfum, þar sem lausnir frá Bluetti og fleiri leiðandi framleiðendum verða í forgrunni.
Markmiðið er að bjóða viðskiptavinum heildstæða og áreiðanlega þjónustu á sviði hreyfanlegra orkugjafa og nýorku, hvort sem um ræðir heimili, fyrirtæki, landbúnað eða ferðaþjónustu. Með sameinuðum styrk geta félögin mætt aukinni eftirspurn eftir sjálfbærum orkulausnum og auknu orkuöryggi.
Reynsla og þekking aðilanna er gríðarleg og samanlögð reynsla þeirra spannar yfir áratugi í ráðgjöf, tækni, uppsetningum og þjónustu.
Ljóst er að með þessari samvinnu styrkja Rótor og Bluetti / Orkuland enn frekar stöðu sína sem leiðandi aðilar á Íslandi á sviði hreyfanlegra orkulausna og nýorku, þar á meðal notkun sólarsella.
Framkvæmdarstjóri Orkulands / Bluetti á Íslandi er Jón Axel Ólafsson
Framkvæmdarstjóri Rótor er Lárus Geir Brandsson


Deila:
Bluetti sódíum orkubanki fyrir mikinn kulda!