Allt um Bluetti varaafl fyrir fyrirtæki
BLUETTI varaaflskerfi tryggir rafmagn á mikilvægum innviðum í rafmagnsleysi!

Mynd sýnir BLUETTI EP2000, auk tveggja B700 rafhlaða. Hægt er að hlaða allt að 7 rafhlöðum á einn EP2000 inverter. Þetta kerfi er notað til að tryggja að dælukerfi haldi áfram að virka í rafmagnsleysi, auk ljósa og tengla.
BLUETTI býður upp á háþróuð varaaflskerfi sem veita áreiðanlega og skilvirka lausn fyrir vararafmagn á heimilum og fyrirtækjum. Þessi kerfi eru hönnuð til að samþætta kerfis- og sólarorku, ef óskað er, sem gerir notendum kleift að framleiða, geyma og stjórna eigin raforku á hagkvæman hátt, þar sem það á við.
Helstu eiginleikar BLUETTI orku- og varaaflskerfa:
-
Sveigjanleg afkastageta: Kerfin bjóða upp á stækkanlegt geymslurými, allt frá 14,7 kWh upp í 155 kWh, sem hentar mismunandi orkuþörfum heimila og fyrirtækja.
-
Há afköst: Kerfi eru með allt að 60kW úttaksafli og 30 kW sólarorku-innstreymi og tryggja þessi kerfi stöðuga orkuafhendingu, jafnvel við mikla notkun.
-
Einfallt í uppsetningu: Frábær modular hönnun tryggir einfalda og fljótlega uppsetningu sem sparar tíma og fyrirhöfn.
-
Ekkert viðhald: Kerfin eru hljóð- og viðhaldslaus. Sjálvirk eftirlitskerfi tryggja hámarksendingu á rafhlöðum.
- 10 ára ábyrgð: 10 ára ábyrgð á rafhlöðum.
Skoða hér grein um Bluetti varaaflskerfi á Grund I og II í Eyjafirði
Með því að velja BLUETTI varaaflskerfi geta heimili og fyrirtæki dregið úr því að vera háð raforkukerfinu, mögulega lækkað rafmagnskostnað og tryggt sér orku- og rekstraröryggi við rafmagnstruflunum. Fyrirtæki á svæðum þar sem oft verður straumrof geta tryggt öruggan rekstur á mikilvægum innviðum.

Mynd sýnir tvö samtengd BLUETTI EP600 kerfi, auk fjögurra B500 rafhlaða. Þetta kerfi er notað til að tryggja að dælukerfi haldi rafmagni, ljósakerfi og fl.
BLUETTI tryggir að það verði ekkert rof á rafmagni til mikilvægra tækja!
Kerfið sem Bluetti mælir með í Evrópu er kerfi sem hannað er sérstaklega með Evrópu í huga og þá notkun sem þekkist hér. Þetta eru:
-
Bluetti EP2000 - Þriggja fasa kerfi, sem er skalanlegt upp í rúmlega 155Kwh og er kerfi sem ræður við stærstu áskoranir í neyðartilfellum.
-
UPS virkni: Innbyggt aflkerfi (UPS) tryggir að tæki haldi áfram að fá orku við rafmagnstruflanir. Ekki verður vart við straumrof og Bluetti kerfið tekur við á 10 millisek.
-
Hönnun og uppsetning: Sterk álbygging með IP65 vörn gerir það mögulegt að setja kerfið upp bæði innandyra og utandyra.
BLUETTI EP2000 er nú þegar notað víða á Íslandi
BLUETTI EP2000 er notað víða á Íslandi við mismunandi aðstæður. Kerfið er nú þegar notað á nokkrum bæjum á landinu, til að tryggja öruggan rekstrur fjósa. Kerið er líka notað á heimilum, fyrirtækjum og lúxus húsum, sem varaafl fyrir lykil þætti, eins og dælur, tölvukerfi, ljós og samskipti.


Kerfin hér að ofan eru notuð til að tryggja rafmagn á ljósakerfum, stjórnkerfum dælu- og hitakerfa, kælikerfa og fleira. Kerfin eru fjarstýrð og taka við sjálfvirkt á 10ms í rafmagnsleysi.
Varaafl sem byggir á rafhlöðum endist lengi - hljóðlátt og öruggt
Algengasta spurningin þegar kemur að varaafls kerfum sem ganga fyrir rafhlöðum, er: "Hvað dugar kerfið lengi?"
Stutta spurningin er: Það fer eftir því hvað mikið er notað! En í raunveruleikanum getur séð fyrirtæki og heimili fyrir raforku, dögum saman. Þeir sem kjósa þessa leið eru lausir við hávaða og dísel kaup og annað sem tilheyrir venjulegri ljósavél, sem síðan virkar kannski ekki þegar til á að taka.
Bluetti varaaflskerfið er notað víða á Íslandi við mismunandi aðstæður. Kerfið er nú þegar notað á nokkrum bæjum á landinu, til að tryggja öruggan rekstur fjósa. Kerfið er líka notað á heimilum og fyrirtækjum og þá sérstaklega til að halda tölvu- og greiðslukerfum gangandi.
Ferill verkfræðistofa hannaði kerfið á myndunum á þessari síðu.
Hér er myndband sem sýnir notkun EP2000 kerfis:


