Nýjustu lausnir fyrir fólk á ferðinni og stærstu kerfi fyrir fyrirtæki og heimili.


Á myndinni: Jón Axel Ólafsson, eigandi og forstjóri Bluetti á íslandi

Bluetti er stoltur þátttakandi á Iðnsýningunni 2025, þar sem gestir geta kynnt sér allar helstu vörur og nýjustu lausnir frá Bluetti. Á básnum sýnia fulltrúar og starfsmenn Bluetti á Íslandi, allt frá minni orkubönkum til háþróaðra heimila- og ferðalausna.

Bluetti á Íslandi vinnur einnig í nánu samstarfi við Lárus Geir Brandsson hjá Rótor, sem deilir af reynslu sinni og veitir gestum praktísk ráð um sólarsellur, orkunýtingu og Bluetti rafmagnskerfi fyrir ferðabíla.

Komdu á básinn hjá Bluetti á Iðnsýningunni 2025 og uppgötvaðu hvernig þú getur nýtt kraft sólarinnar eða hvernig orkubankar geta einfaldað þér lífið – með stílhreinum og öflugum lausnum framtíðarinnar. 

Þú ert vrlkomin/nn og við hlökkum til að sjá þig. Þú getur hlaðið niður aðgöngumiða á sýninguna hér.

Bluetti – orka án takmarkana.