Á Grund í Eyjafirði hefur Halldór Arnar, bússtjóri, nýlega sett upp Bluetti varaorkukerfi til að tryggja að rekstur fjóssins stöðvist ekki þótt rafmagn fari af. Mikilvægt var að finna lausn sem héldi bæði mjaltaþjónum og kælingu á mjólkinni í stöðugum rekstri, enda eru það hjartsláttur búsins.
Reynslan hefur þegar sýnt gildi kerfisins. Tvisvar hefur komið upp rafmagnsleysi í Eyjafirði síðan kerfið var sett upp og í bæði skiptin tók Bluetti kerfið við án vandræða á 10 ms. „Það var mikill léttir að sjá að allt gekk snurðulaust fyrir sig,“ segir Halldór.
Samkvæmt mati hans getur kerfið tryggt rekstur fjóssins í heilan dag, eða allt að 16–18 klukkustundir, ef rafmagnsleysi varir. Þannig fær Halldór fullvissu um að búið sé varið gegn óvæntum áföllum og reksturinn haldist stöðugur.
Bluetti hefur þannig reynst traustur bakhjarl í daglegum rekstri á Grund – og tryggt að mjólkurframleiðslan haldist í öruggum höndum, jafnvel þegar náttúran tekur völdin.
Mynd frá uppsetningu kerfisins:
Deila:
Bluetti tryggir rekstraröryggi á Grund í Eyjafirði – þegar hver sekúnda skiptir máli